Segja stríð hafið í Ísrael

00:00
00:00

Varn­ar­málaráðherra Ísra­el seg­ir að Ham­as-sam­tök­in hafi hafið stríð gegn Ísra­el með flug­skeyta­árás­um sem áttu sér stað í nótt. Mohammed Deif, leiðtogi inn­an Ham­as-sam­tak­anna, seg­ir að fimm þúsund flug­skeyt­um hafi verið skotið frá Gasa­svæðinu.

Að minnsta kosti 22 Ísra­el­ar eru látn­ir og um 545 eru særðir.

Flug­skeyt­un­um var skotið frá nokkr­um stöðum á Gasa. Í yf­ir­lýs­ingu segj­ast sam­tök­in hafa ákveðið að „stöðva glæpi her­námsliðsins, að tími yf­ir­gangs þess án af­leiðinga væri liðinn.“

Gagn­sókn þegar haf­in

Frétta­menn AFP greina frá því að Ísra­el hafi þegar hafið gagn­sókn með loft­árás­um á Gasa­svæðið. 

Þá geisa skot­b­ar­dag­ar milli ísra­elskra og palestínskra her­sveita nú á ýms­um stöðum í suður­hluta Ísra­el.

„Her­menn berj­ast gegn óvin­in­um á öll­um stöðum,“ sagði Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, í yf­ir­lýs­ingu. Hann sagði Ham­as-sam­tök­in hafa gert „al­var­leg mis­tök“ og lýsti því yfir að Ísra­el myndi vinna stríðið.

„Við eig­um í stríði,“ lýsti Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, yfir fyr­ir skömmu. Hann sagði óvin­inn eiga eft­ir að gjalda fyr­ir árás­irn­ar.

Árásirnar áttu sér stað í Ísrael í nótt.
Árás­irn­ar áttu sér stað í Ísra­el í nótt. AFP/​Mahmud Hams
Frá borginni Ashkelon í suðurhluta Ísraels í morgun.
Frá borg­inni Ashkelon í suður­hluta Ísra­els í morg­un. AFP/​Ahmad Ghara­bli
Liðsmenn ísraelskra hersveita leita skjóls á meðan eldflaugum er skotið …
Liðsmenn ísra­elskra her­sveita leita skjóls á meðan eld­flaug­um er skotið frá Gasa­svæðinu. AFP/​Ahmad Ghara­bli
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert