Yfir 200 Ísraelar látnir í árásunum

Yfir 200 Ísraelar eru látnir í árásum.
Yfir 200 Ísraelar eru látnir í árásum. AFP

Yfir 200 Ísraelar hafa látist í árásum hryðjuverkasamtakanna Hamas á borgara þar í landi og er fjöldi særður, að sögn ísraelska hersins.

Palestínumenn segja ísraelska herinn hafa orðið um 200 að bana í gagnárásum á Gaza-ströndinni.

Eldflaugum hefur rignt yfir Tel Aviv síðan átökin hófust í nótt og fara skotbardagar fram víða.

BBC greinir frá því að fjöldi látinna Ísraela sé kominn upp í 250.

Þá létust sex Palestínumenn, þar á meðal barn, í átökum við Ísraelsher á Gaza-ströndinni fyrir skemmstu. Þar hafa átök geisað á að minnsta kosti sex mismunandi svæðum.

Segir íbúum að forða sér

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að bækisstöðvar Hamas verði lagðar í rúst. 

„Allar bækisstöðvar Hamas, í þessari borg illsku, allir felustaðir Hamas og þeirra aðgerðastöðvar – við munum leggja þær í rúst.“

„Ég vil segja við íbúa Gaza-strandarinnar: forðið ykkur þaðan strax vegna þess að við ætlum að bregðast við af fullum þunga,“ sagði ráðherrann er hann ávarpaði ísraelsku þjóðina.

Reykmökkur rís upp frá byggingum á Gaza-svæðinu.
Reykmökkur rís upp frá byggingum á Gaza-svæðinu. AFP/Mohammed Abed
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert