Tveir ísraelskir ferðamenn og einn Egypti voru drepnir fyrr í dag af lögreglumanni í Egyptalandi, að því er kemur fram í frétt AFP.
Lögreglumaðurinn skaut af handahófi með einkavopninu sínu á ísraelskan ferðahóp sem heimsótti borgina Alexandríu, að því er ríkistengda einkasjónvarpið Extra News sagði frá og vitnaði í heimildarmenn tengda málinu.
Einn annar maður særðist í skotárásinni og lögreglumaðurinn var samstundis handtekinn. Þetta er fyrsta slíka árásin á Ísraela í Egyptalandi í áratugi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Kemur skotárásin í kjölfar árásar Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísraelsríki.
مشاهد من موقع إطلاق النار على حافلة سياح إسرائيليين بالإسكندرية.#طوفان_الأقصى #الإسكندرية pic.twitter.com/AsShDRY6AM
— وكالة سند للأنباء - Snd News Agency (@Snd_pal) October 8, 2023