Ísraelskir ferðamenn myrtir í Egyptalandi

Mynd tekin í gær í kjölfar þess að Hamas-hryðjuverkamenn myrtu …
Mynd tekin í gær í kjölfar þess að Hamas-hryðjuverkamenn myrtu Ísraela á götum úti. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Oren ZIV

Tveir ísraelskir ferðamenn og einn Egypti voru drepnir fyrr í dag af lögreglumanni í Egyptalandi, að því er kemur fram í frétt AFP.

Lögreglumaðurinn skaut af handahófi með einkavopninu sínu á ísraelskan ferðahóp sem heimsótti borgina Alexandríu, að því er ríkistengda einkasjónvarpið Extra News sagði frá og vitnaði í heimildarmenn tengda málinu.

Einn annar maður særðist í skotárásinni og lögreglumaðurinn var samstundis handtekinn. Þetta er fyrsta slíka árásin á Ísraela í Egyptalandi í áratugi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Kemur skotárásin í kjölfar árásar Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísraelsríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert