Yfirmenn í íranska hernum skipulögðu innrásina í Ísrael yfir nokkra vikna skeið í samvinnu við Hamas-samtökin.
Þetta fullyrðir Washington Post Journal og hefur eftir heimildum frá Hamas- og Hesbollah-samtökunum.
Í umfjöllun miðilsins segir að yfirmenn írönsku byltingarvarðanna (IRGC) hafi í samvinnu við Hamas-samtökin, unnið að skipulagningu innrásarinnar frá því í ágúst.
Farið var yfir skipulagningu árásarinnar á fundum í Beirút og var grænt ljós gefið á árásina á mánudaginn.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við CNN um helgina að bandarísk stjórnvöld væru ekki með upplýsingar um að írönsk stjórnvöld hefðu beina aðkomu að árásinni.