Stríðsverk sem endurspegla forna illsku

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP/Christophe Archambault

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), sagði að morð Ham­as-sam­tak­anna á óbreytt­um borg­ur­um í Ísra­el væru kaldrifjuð stríðsverk sem end­ur­spegli forna illsku.

„Við þurf­um að vera af­drátt­ar­laus í skil­grein­ing­um okk­ar á slík­um hryll­ingi. Það get­ur aðeins verið eitt svar við slíku. Evr­ópa stend­ur með Ísra­el og styður rétt Ísra­els­rík­is til að verja sig og borg­ara sína að fullu.“

Fjár­stuðning­ur verði end­ur­skoðaður

Von der Leyen ávarpaði fund evr­ópskra fram­kvæmda­stjórna í dag. Hún sagðist styðja alls­herj­ar end­ur­skoðun á marg­millj­óna evra fjár­stuðningi ESB við palestínsk verk­efni.

„Mannúðarstuðning­ur okk­ar við fólkið í Palestínu er ekki und­ir. Það er þó mik­il­vægt að við för­um gaum­gæfi­lega yfir fjár­stuðning okk­ar við Palestínu.“

Pen­ing­ar frá ESB hafa aldrei og munu aldrei renna til Ham­as-sam­tak­anna eða annarra hryðju­verka­sam­taka. Nú mun­um við yf­ir­fara stuðning okk­ar með til­liti til at­b­urða und­an­far­inna daga.

Útlit er fyr­ir stríðsátök næstu vik­ur eða mánuði

Íbúar í Ísra­el og er­lend­ir gest­ir vöknuðu snemma á laug­ar­dags­morg­un­inn við al­manna­varnaflaut­ur og spreng­ing­ar. Ham­as skaut þúsund­um flug­skeyta frá Gasa­svæðinu á borg­ir í Ísra­el en gerði einnig inn­rás á nokkr­um stöðum sam­tím­is auk aðgerða á sjó.

Ísra­els­her hóf gagn­sókn sam­dæg­urs og hef­ur gert nær linnu­laus­ar loft­árás­ir á Gasa­svæðið síðustu daga.

Evr­ópu­sam­bandið og aðild­ar­ríki þess hafa brugðist við með yf­ir­lýs­ing­um um sam­stöðu með Ísra­el og skil­greint árás­ir Ham­as-sam­tak­anna sem hryðju­verk.

„Þetta eru hryðju­verk og þetta eru stríðsverk,“ sagði for­set­inn.

Hef­ur vök­ult auga með Ísra­els­mönn­um

Þrátt fyr­ir af­drátt­ar­laus­an stuðning sinn við Ísra­el hef­ur Evr­ópu­sam­bandið vök­ult auga með Ísra­els­mönn­um og að þeir af­marki viðbrögð sín inn­an alþjóðalaga.

„Ham­as-sam­tök­in myrtu kon­ur og börn á heim­il­um þeirra. Þeir eltu uppi hundruð ung­menna af báðum kynj­um sem fögnuðu líf­inu og friði með tónlist. Þeir hafa tekið hundruð sak­lausra borg­ara föng­um, hverra ör­lög eru ekki ráðin.

Þetta sak­lausa fólk var drepið af einni ástæðu. Fyr­ir að vera gyðing­ar og fyr­ir að búa í Ísra­els­ríki. Þetta er forn illska sem minn­ir okk­ur á dimm­ustu daga mann­kyns og þetta níst­ir okk­ur öll inn að beini.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert