Heilbrigðisyfirvöld í Gaza segja að 447 börn og 248 konur séu meðal þeirra sem hafa látist í sprengjuárásum Ísraela á Gaza.
Staðfesta heilbrigðisyfirvöldin að 1.417 manns hafa farist á Gaza frá því átökin brutust út um síðustu helgi en ísraelski herinn hefur síðustu daga hert á loftárásum á Gaza-svæðið.
Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum í dag kemur fram að 6.000 sprengjum hefur verið varpað á skotmörk Hamas-liða á Gaza og telur sprengiefnið samtals 4.000 tonn.