„Mér leið eins og ég væri að brotna niður“

Ísraelskir hermenn við eftirlit.
Ísraelskir hermenn við eftirlit. AFP

Yossi Landau hef­ur und­an­farna ára­tugi unnið við að sækja og flytja lík í Ísra­el. Ástandið nú hef­ur reynt veru­lega á hann og sam­stafs­menn hans þar sem þeir hafa þurft að sækja lík­ams­leif­ar þeirra sem víga­menn Ham­as myrtu með hrylli­leg­um hætti um liðna helgi. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP að Landau hafi vaknað við sír­enu­væl á laug­ar­dag, en það er eitt­hvað sem hann hef­ur van­ist þegar Ísra­el­ar leita skjóls þegar verið er að skjóta flug­skeyt­um yfir landa­mær­in frá Gasa. 

Ísraleskir hermenn sjást hér handtaka mann við eftirlit í Beeri …
Ísra­lesk­ir her­menn sjást hér hand­taka mann við eft­ir­lit í Beeri í dag. AFP

Hann áttaði sig ekki strax á því að flug­skeyta­árás­irn­ar hefðu aðeins verið aðferð til að af­vega­leiða yf­ir­völd, en þau gerðu sér í fyrstu ekki grein fyr­ir því að vopnaðir hryðju­verka­menn úr röðum Ham­as hefðu brotið sér leið yfir landa­mær­in og gert inn­rás með þeim af­leiðing­um að um 1.200 manns létu lífið. 

Hef­ur aldrei séð neitt í lík­ingu við þetta

Í sam­tali við AFP lýs­ir hinn 55 ára gamli Landau, sem er bú­sett­ur í borg­inni Ashdod sem er norður af Gasa, þeim hryll­ingi sem mætti hon­um þegar hann fór strax á vett­vang þar sem voðaverk­in voru fram­in.

„Ég sá bíla á hvolfi, ég sá látið fólk á göt­un­um,“ seg­ir Landau um ástandið í bæn­um Sderot, sem er skammt frá landa­mær­un­um að Gasa. Þar frömdu liðsmenn Ham­as fjölda­morð. 

Und­an­far­in 33 ár hef­ur Landau unnið sem sjálf­boðaliði fyr­ir Zaka, sem eru sam­tök sem vinna við að sækja lík­ams­leif­ar þeirra sem hafa m.a. lát­ist í átök­um eða árás­um. 

Landau seg­ir á ástandið nú sé ekk­ert í lík­ingu við það sem hann hafi áður upp­lifað og séð. 

„Veg­spotti, sem ætti að taka um kort­er að aka, hann tók okk­ur 11 klukku­stund­ir því við fór­um og sótt­um alla og sett­um þá í lík­poka.“

Víða má sjá yf­ir­gefna bíla í suður­hluta Ísra­els, sem eld­ur hef­ur m.a. verið lagður að eða eru stór­skemmd­ir eft­ir byssu­kúl­ur. 

Víða má sjá brenndar bifreiðar á götum úti í suðurhluta …
Víða má sjá brennd­ar bif­reiðar á göt­um úti í suður­hluta Ísra­els eft­ir árás Ham­as. AFP

Hrylli­leg­ar lýs­ing­ar

Eft­ir að hafa sótt nokkra tugi líka, sem þeir settu svo inn í sér­staka flutn­inga­bíla með kæli­búnaði, þá fór Landau og fé­lag­ar hans til Beeri, sem er 1.200 manna þorp um fimm kíló­metra frá Gasa. 

„Mér leið eins og ég væri að brotna niður. Og ekki bara ég, held­ur all­ur hóp­ur­inn,“ seg­ir Landau þegar hann rifjar þetta upp í sam­tali við blaðamann. 

Lýs­ing­ar hans eru skelfi­leg­ar þegar hann seg­ir frá því þegar hann gekk inn á fyrsta heim­ilið þar sem hann kom að lát­inni ófrískri konu. „Mag­inn henn­ar hafði verið skor­inn upp, barnið var enn þá þarna, enn tengt með nafla­streng og það var búið að stinga það,“ seg­ir hann. 

Hann seg­ist hafa séð lík margra sak­lausra borg­ara, þar á meðal um 20 börn. Það hafði verið búið að binda hend­ur þeirra fyr­ir aft­an bak áður en þau voru skot­in og þau brennd. 

Þá seg­ir hann að sum fórn­ar­lambanna hefðu verið beitt kyn­ferðisof­beldi. 

Alls lét­ust um 100 manns í þorp­inu

Ísraelsher hefur varpað um 6.000 sprengjum á Gasa í kjölfar …
Ísra­els­her hef­ur varpað um 6.000 sprengj­um á Gasa í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar um liðna helgi. AFP

Dof­inn eft­ir allt of­beldið og hryll­ing­inn

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP, að þrátt fyr­ir að ísra­elski her­inn seg­ist hafa náð tök­um á landa­mær­un­um þá ber­ast enn fregn­ir af skot­b­ar­dög­um á milli stríðandi fylk­inga. 

Her­inn greindi frá því að þeir hafi fellt hryðju­verka­mann í dag í ná­grenni þorps þar sem tón­list­ar­hátíð var hald­in um helg­ina þar sem Ham­as framdi fjölda­morð. 

Ísra­el hef­ur brugðist við inn­rás Ham­as með því að varpa yfir 6.000 sprengj­um á Gasa, að því er fram kem­ur í op­in­ber­um gögn­um hers­ins. Alls hafa um 1.400 manns lát­ist í þess­um árás­um á Gasa, að því að palestínskt heil­brigðis­yf­ir­völd greina frá. 

Landau kveðst vera dof­inn gagn­vart því of­beldi sem hafi átt sér stað. 

„Í gegn­um starfið þá aðskilj­um við til­finn­ing­ar okk­ar. Við verðum að gera það,“ seg­ir Landau í sam­tali við AFP

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert