Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði á þýska þinginu í morgun að hver sá sem vegsamar Hamas-samtökin, játi morð eða brenni ísraelskan fána eigi yfir höfði sér málsókn.
Kanslarinn sagði að hópurinn Samdoun, sem er hliðhollur Palestínu, verði bannaður en hann sakar liðsmenn hópsins um að hafa farið út á götur í Berlín á laugardaginn til að fagna morðunum á ísraelskum borgurum með því að útdeila sælgæti til fólks.
„Þetta er hræðilegt og ómanneskjulegt. Við munum ekki standa frammi fyrir hatri og hvatningu. Við þolum ekki gyðingahatur,“ sagði Scholz á sambandsþinginu og tilkynnti einnig bann við allri starfsemi Hamas í Þýskalandi.