Ísrealsher segist hafa gögn undir höndum sem sanni að hryðjuverkasamtök beri ábyrgð á árásinni á spítalann á Gasasvæðinu í gær. Minnst 200 eru látnir eftir árásina en óttast er að mun fleiri eigi eftir að finnast látnir.
Hamas-vígasamtökin sögðu í gær að Ísraelsher bæri ábyrgð á sprengingunni. Í yfirlýsingu hersins frá því í gær sagði aftur á móti að sprengingin hefði orðið vegna slysaskots frá hryðjuverkasamtökum sem berjast við hlið Hamas á Gasasvæðinu.
RAW FOOTAGE: A rocket aimed at Israel misfired and exploded at 18:59—the same moment a hospital was hit in Gaza. pic.twitter.com/Kf5xJazSap
— Israel Defense Forces (@IDF) October 17, 2023
„Sönnunargögnin – sem við deilum með ykkur – staðfestir að sprengingin á spítalanum hafi orðið vegna slysaskots [samtakanna] Íslamsks jíhads,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, á blaðamannafundi í Tel Avív fyrir skömmu.
„Ratsjárkerfið okkar greindi eldflaugaskot frá hryðjuverkasamtökum á Gasasvæðinu á þeim tíma sem sprengingin varð, og ferilgreining eldflauganna sýnir að þeim var skotið í nálægð við sjúkrahúsið,“ sagði Hagari.