Hvatti til alþjóðlegrar samstöðu gegn Hamas

Macron og Netanjahú á fundi sínum um málefni Ísraels og …
Macron og Netanjahú á fundi sínum um málefni Ísraels og Palestínu. AFP/Christophe Ena

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hvatti í dag til alþjóðlegr­ar sam­stöðu gegn Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­un­um með þeim hætti að þau ríki sem berðust gegn sam­tök­un­um Ríki íslams veittu nú Ham­as einnig and­óf.

Lét Macron þessi orð falla eft­ir fund með Benja­mín Net­anja­hú, for­seta Ísra­els, í Jerúsalem auk þess sem hann gat þess að hefja þyrfti friðarum­leit­an­ir í Palestínu á nýj­an leik í kjöl­far þess ófriðarbáls er inn­rás Ham­as-liða í Ísra­el 7. októ­ber kveikti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka