Spotify í syngjandi sveiflu

Spotify gerði það gott á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Streymisveitan …
Spotify gerði það gott á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Streymisveitan skilaði hagnaði og áskrifendum hefur farið fjölgandi. AFP

Streym­isveit­an Spotify gerði það gott á þriðja árs­fjórðungi þessa árs en for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins segja að virk­um áskrif­end­um hafi fjölgað um 26% á þessu tíma­bili og þá skilaði fé­lagið hagnaði. 

„Al­veg magnaður árs­fjórðung­ur. Við bæt­um okk­ur skref fyr­ir skref,“ sagði Daniel Ek, for­stjóri Spotify, í færslu sem hann birti á X. 

Alls eru nú áskrif­end­ur streym­isveit­unn­ar 574 millj­ón­ir tals­ins. Þeim fjölgaði um 23 millj­ón­ir á milli árs­fjórðunga og er þetta næst­mesta fjölg­un á þriðja árs­fjórðungi í sögu fé­lags­ins. 

Tals­menn Spotify reikna með því að fjöldi áskrif­enda rjúfi 600 millj­óna múr­inn fyr­ir lok árs­ins. 

Þá hef­ur áskrif­end­um sem greiða mánaðarlega áskrift fjölgað um 16%, sem er meg­in tekju­lind fé­lags­ins. Þeir eru nú 226 millj­ón­ir tals­ins. 

Tekj­ur Spotify juk­ust um 11% á milli fjórðunga í 3,4 millj­arða evra en rekstr­ar­hagnaður nam 32 millj­ón­um evra sam­an­borið við 228 millj­óna evra tap fyr­ir sama tíma­bil í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert