Gætu þurft að hætta neyðaraðstoð

Palestínumenn leita að eftirlifendum í rústum byggingar eftir loftárás Ísraels.
Palestínumenn leita að eftirlifendum í rústum byggingar eftir loftárás Ísraels. AFP/Mahmud Hams

Stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA) varar við því að vegna skorts á hjálpargögnum gæti hún þurft að hætta neyðaraðstoð á Gasasvæðinu.

Stofnunin vill að gert verði hlé á átökunum þar í mannúðarskyni.

„Ef við fáum ekki eldsneyti fljótt þá verðum við að gera hlé á neyðaraðstoð okkar á Gasasvæðinu,” sagði stofnunin.

Undanfarna 18 daga hafa Ísraelsmenn gert linnulitlar loftárásir á Gasasvæðið eftir að hryðjuverkamenn úr röðum Hamas gerðu árás í Ísrael og drápu yfir 1.400 manns og tóku 222 gísla, að sögn ísraelskra stjórnvalda.

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að „útrýma Hamas” og tryggja að almennum borgurum í Ísrael stafi ekki lengur hætta af samtökunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert