Umfangsmikil árás í nótt

Frá árásinni á Gasa í nótt.
Frá árásinni á Gasa í nótt. AFP/Yousef Hassouna

Ísraelsher gerði umfangsmikla árás á Gasa í nótt. Að sögn hersins eru hryðjuverkamenn Hamas-samtakanna á meðal látinna. 

Loft- og stórskotaliðsárásir voru gerðar sem hæfðu „150 neðanjarðarskotmörk“, samkvæmt yfirlýsingu ísraelska hersins. 

Talsmaður almannavarna Gasa tjáði AFP-fréttaveitunni að um væri að ræða eina umfangsmestu árás Ísraelsmanna frá því að stríðið hófst og að „mikill fjöldi“ væri látinn. 

Þykkan reykjarmökk lagði yfir Gasa og suðurhluta Ísraels eftir árásina að sögn fréttaritara AFP.

Palestínska heilbrigðisráðuneytið hefur greint frá því að 7.300 Palestínumenn hafi …
Palestínska heilbrigðisráðuneytið hefur greint frá því að 7.300 Palestínumenn hafi látið lífið frá því að stríðið hófst 7. október. AFP/Said Khatib
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert