Harðir bardagar á Gasasvæðinu í nótt

Palestínumenn leita að fólki í rústum húss í kjölfar loftárásar …
Palestínumenn leita að fólki í rústum húss í kjölfar loftárásar Ísraelshers í morgun. Harðir bardagar geisuðu á Gasasvæðinu í nótt milli Ísraelshers og liðsmanna Hamas-hryðjuverkasamtakanna. AFP/Said Khatib

Harðir bardagar geisuðu milli ísraelskra hermanna og liðsmanna Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Gasasvæðinu í nótt.

BBC greinir frá.

Eyðileggja innviði skref fyrir skref

Peter Lerner, talsmaður Ísraelshers, segir í samtali við BBC í morgun að herinn sé að leysa hryðjuverkasamtökin upp með því að eyðileggja innviði þeirra skref fyrir skref og árás fyrir árás.

Sakar Lerner hryðjuverkasamtökin um að starfa frá moskum og borgaralegum byggingum og nota almenna borgara sem mannlega skildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert