Pútín tekst ætlunarverkið ef stuðningi lýkur

Lloyd Austin í bandarísku öldungadeildinni.
Lloyd Austin í bandarísku öldungadeildinni. Getty Images via AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseta mun takast að sölsa undir sig úkraínsk landsvæði ef Bandaríkin hætta stuðningi sínum við úkraínsk stjórnvöld.

Þetta sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

„Ég get fullvissað ykkur um að án okkar stuðnings mun Pútín ná góðum árangri,”sagði Austin í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem rætt var um fjárstuðning vegna mála sem eru í forgangi vegna þjóðaröryggis.

Meðal annars var rætt um stríðið í Úkraínu. Óskað hefur verið eftir 44,4 millljarða dollara stuðningi vegna þess, eða yfir 6.000 milljörðum króna.

„Ef við kippum undan þeim fótunum núna mun Pútín aðeins styrkjast og hann mun ná góðum árangri við að gera það sem hann vill til að öðlast landsvæði nágranna síns,” sagði Austin.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti í Moskvu í gær.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti í Moskvu í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert