Hættur að slátra hundum

Hung afhenti hundana í dag til athvarfs sem mun hugsa …
Hung afhenti hundana í dag til athvarfs sem mun hugsa um þá og finna þeim ný heimili. AFP/Nhac Nguyen

Rúmlega 40 hundum var bjargað úr sláturhúsi í Víetnam í gær, þegar eigandi þeirra ákvað að hætta sölu á hundakjöti til manneldis. 

Áætlað er að um fimm milljónum hunda sé slátrað á ári hverju í Víetnam til manneldis. Hvergi í heiminum er fleiri hundum slátrað til manneldis, nema í Kína. Sumir þeirra sem neyta hundakjöts telja það geta komið í veg óheppni þeirra, á meðan aðrir telja kjötið lostæti. 

Viðhorf til neyslu hundakjöts eru þó hægt og rólega að breytast, sérstaklega í borgum, þar sem horft er á hunda sem gæludýr en ekki fæðu. 

Hung vorkenndi hundunum

Kieu Viet Hung, eigandi hundanna og seljandi kjötsins, afhenti hundana í dag til athvarfs sem mun hugsa um þá og leitast við að finna þeim ný heimili. 

„Þegar ég slátraði þeim, þá vorkenndi ég þeim,“ sagði hann í samtali við fréttastofi AFP á sveitabæ sínum í fjalllendi Thai Nguyen, norður af Hanoi. 

Rækta hvolpa til að auka tekjur 

Á síðustu sjö árum hefur Hung slátrað allt að 20.000 hundum. Meirihluta hundanna keypti hann af fjölskyldum á nágranna sveitabæjum, sem rækta hvolpa til að auka tekjur sínar.

Hundana geymdi Hung í skítugum búrum þar sem hann fitaði þá í nokkra mánuði áður en þeim var slátrað, samkvæmt góðgerðasamtökunum Humane Society International (HSI), sem vinna að því að binda enda á ræktun hunda til manneldis í Víetnam. 

Hung hyggst nú færa sig yfir í sölu á áburði og brotajárni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert