David Cameron skipaður utanríkisráðherra

David Cameron hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra.
David Cameron hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. AFP/Justin Tallis

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur skipað David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í embætti utanríkisráðherra. 

Cameron tekur við af James Cleverly, sem var nú rétt áðan færður í embætti innanríkisráðherra.

Cleverly tekur við af Suellu Braverman sem var vikið úr embætti innanríkisráðherra fyrir skrif sín í dagblaðið The Times þar sem hún gagnrýndi lögregluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert