Hafnaði 60 milljarða evra fjárveitingu

Scholz kanslari hyggst fara ofan í saumana á úrskurði stjórnlagadómstólsins.
Scholz kanslari hyggst fara ofan í saumana á úrskurði stjórnlagadómstólsins. AFP/Odd Andersen

Æðsti stjórn­sýslu­dóm­stóll Þýska­lands sló 60 millj­arða evra lofts­lags­fjár­veit­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar út af borðinu með úr­sk­urði sín­um í dag með þeim rök­stuðningi að rík­is­stjórn­in bryti með henni regl­ur um skulda­söfn­un hins op­in­bera og kom dóm­stóll­inn þar með fjár­hags­áætl­un stjórn­ar­inn­ar í upp­nám auk þess sem úr­sk­urður­inn er sagður munu reyna á sam­stöðu henn­ar.

Brást dóm­stóll­inn við ásök­un­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar á hend­ur stjórn­inni um að hún bryti regl­una um að nýj­ar lán­tök­ur stjórn­valda mættu ekki fara fram úr 0,35 pró­sent­um af þjóðarfram­leiðslu og komst að fram­an­greindri niður­stöðu.

Kansl­ari boðar yf­ir­ferð

Rök­studdi stjórn­in skuld­setn­ingu sína með því að fjár­veit­ing­ar til lofts­lags­mála skyldu standa utan fjár­hags­áætl­un­ar en á það féllst dóm­stóll­inn ekki.

„Úrsk­urður dóm­stóls­ins ger­ir það að verk­um að stærð lofts­lags- og orku­skipta­sjóðsins minnk­ar um 60 millj­arða evra,“ sagði dóm­stóll­inn í at­huga­semd­um við úr­sk­urðinn.

Olaf Scholz kansl­ari boðaði vand­lega yf­ir­ferð úr­sk­urðar­ins sem hann kvað hafa í för með sér breyt­ing­ar á út­gjöld­um rík­is­ins en Christian Lind­er fjár­málaráðherra brá á það ráð að frysta fjár­hags­áætl­un lofts­lags­sjóðsins – sem allt í allt nem­ur 212 millj­örðum evra – en sú ráðstöf­un mun óneit­an­lega hafa áhrif á verk­efni næsta árs og áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert