Segja innrás á sjúkrahús „glæp gegn mannkyninu“

Frá sjúkrahúsinu Al-Shifa í síðustu viku.
Frá sjúkrahúsinu Al-Shifa í síðustu viku. AFP

Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in segja hernaðaraðgerð Ísra­els­hers á sjúkra­hús­inu Al-Shifa í Gasa­borg vera „stríðsglæp”, „siðferðis­glæp” og „glæp gegn mann­kyn­inu”.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Ham­as að níu þúsund sjúk­ling­ar, starfs­fólk og al­menn­ir borg­ar­ar hafi verið á sjúkra­hús­inu þegar ráðist var inn á sjúkra­húsið í skjóli næt­ur, að því er BBC grein­ir frá.  

Í mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlin­um X seg­ir Izzat al-Rishg, leiðtogi Ham­as, að Ísra­el­ar hafi ráðist á aðstöðu fyr­ir al­mennra borg­ara, ekki bækistöð hernaðar.

Í fyrri yf­ir­lýs­ingu sögðu Ham­as að banda­rísk stjórn­völd og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti bæru ábyrgð á hernaðaraðgerð Ísra­ela.

Bæði Ísra­el­ar og Banda­rík­in segja Ham­as vera með stjórn­stöð und­ir sjúkra­hús­inu, en sam­tök­in vísa því á bug.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert