Kínverjar fordæma ummæli Bidens

Biden og Xi í Kaliforníu.
Biden og Xi í Kaliforníu. AFP/Brendan Smialowski

Kín­verj­ar hafa for­dæmt um­mæli Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta um að Xi Jin­ping, for­seti Kína, sé ein­ræðis­herra.

Leiðtog­arn­ir tveir ræddu sam­an í banda­ríska rík­inu Kali­forn­íu og var þetta í fyrsta sinn í eitt ár sem þeir funduðu aug­liti til aug­lit­is.

„Svona orðræða er al­gjör­lega röng og þetta er óá­byrg póli­tík. Kína for­dæm­ir þetta,” sagði Mao Ning, talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Biden og Xi ásamt fleiri embættismönnum í Kaliforníu.
Biden og Xi ásamt fleiri emb­ætt­is­mönn­um í Kali­forn­íu. AFP/​Brend­an Smialowski

Sam­mála um að berj­ast gegn fent­anyl

Biden og Xi samþykktu á fundi sín­um, sem stóð yfir í fjór­ar klukku­stund­ir, að efla hernaðarleg sam­skipti á milli land­anna tveggja, jafn­vel þótt Biden hafi talað um Xi sem ein­ræðis­herra.

Einnig samþykktu þeir að berj­ast gegn fram­leiðslu efn­anna sem eru notuð til að búa til lyfið fent­anyl sem hef­ur valdið dauða fjölda fólks í Banda­ríkj­un­um. Xi sagðist finna til með fórn­ar­lömb­um lyfs­ins í land­inu.

Leiðtog­arn­ir tveir voru aft­ur á móti fjarri því að vera sam­mála um Taív­an. Xi sagði Biden að hætta að vopna­væða eyj­una og að ekk­ert gæti stöðvað sam­ein­ingu henn­ar og Kína.

Joe Biden á blaðamannafundi.
Joe Biden á blaðamanna­fundi. AFP/​Brens­an Smialowski

Þegar blaðamaður spurði Biden hvort hann væri enn á þeirri skoðun að Xi væri ein­ræðis­herra líkt og hann sagði í júní svaraði Biden: „Sjá­um til, hann er það. Hann er ein­ræðis­herra á þann hátt að hann er ná­ungi sem er að stjórna landi, komm­ún­ista­ríki, sem er byggt á aðeins einu stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagi sem er allt öðru­vísi en okk­ar,” sagði for­set­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert