Javier Milei nýr forseti Argentínu

Milei fagnar sigri ásamt kærustu sinni Fatima Florez.
Milei fagnar sigri ásamt kærustu sinni Fatima Florez. AFP/Emiliano Lasalvia

Javier Milei bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Argentínu seint í gærkvöldi með tæplega 56% atkvæða. Andstæðingur hans, fjármálaráðherrann Sergio Massa, hlaut um 44% atkvæða.

Milei hefur heitið því að binda enda á niðursveifluna í efnahag landsins síðustu áratugi.

„Í dag hefst endurbygging Argentínu. Í dag er upphafið að endi niðursveiflu Argentínu,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert