Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvatti í dag íbúa Kína til að fylgja aðgerðum til að draga úr hættu á öndunarfærasjúkdómum. Tilfellum slíks sjúkdóms hefur að undanförnu fjölgað, sérstaklega hjá börnum, í norðurhluta landsins.
WHO hefur lagt fram formlega beiðni til Kína um ítarlegar upplýsingar um fjölgun tilfella öndunarfærasjúkdóma og tilkynningar um lungnabólgu hjá börnum, að er kemur fram í yfirlýsingu stofnunarinnar
„Síðan um miðjan október hefur Norður-Kína greint frá aukningu á inflúensulíkum veikindum samanborið við sama tímabil síðustu þrjú árin þar á undan,“ segir í yfirlýsingunni.
Bent er á að Kína sé með kerfi til að greina upplýsingar um þróun í inflúensu, inflúensulíkum sjúkdómum, RSV og SARS-CoV-2.
WHO statement on reported clusters of respiratory illness in children in northern China
— World Health Organization (WHO) (@WHO) November 22, 2023
WHO has made an official request to #China for detailed information on an increase in respiratory illnesses and reported clusters of pneumonia in children.
At a press conference on 13… pic.twitter.com/Jq8TgZjWNX