Hvatt til aðgerða vegna öndunarfærasjúkdóms í Kína

Hvatt er til aðgerða til að draga úr hættu á …
Hvatt er til aðgerða til að draga úr hættu á öndunarfærasjúkdómum. AFP/Hector Retamal

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hvatti í dag íbúa Kína til að fylgja aðgerðum til að draga úr hættu á önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um. Til­fell­um slíks sjúk­dóms hef­ur að und­an­förnu fjölgað, sér­stak­lega hjá börn­um, í norður­hluta lands­ins.

WHO hef­ur lagt fram form­lega beiðni til Kína um ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fjölg­un til­fella önd­un­ar­færa­sjúk­dóma og til­kynn­ing­ar um lungna­bólgu hjá börn­um, að er kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar

„Síðan um miðjan októ­ber hef­ur Norður-Kína greint frá aukn­ingu á in­flú­ensu­lík­um veik­ind­um sam­an­borið við sama tíma­bil síðustu þrjú árin þar á und­an,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Bent er á að Kína sé með kerfi til að greina upp­lýs­ing­ar um þróun í in­flú­ensu, in­flú­ensu­lík­um sjúk­dóm­um, RSV og SARS-CoV-2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert