Óeirðir og ofbeldi eftir árásina í Dyflinni

Frá Dyflinni í kvöld.
Frá Dyflinni í kvöld. AFP

Alda of­beld­is og óeirða hef­ur riðið yfir Dyfl­inni í kvöld. Er það í kjöl­far þess að maður réðst á fimm manns, þar af þrjú börn á aldr­in­um 5-6 ára, fyr­ir utan grunn­skóla á öðrum tím­an­um í dag.

BBC skýr­ir frá því að eft­ir árás­ina hafi hóp­ur mót­mæl­enda safn­ast sam­an á svæðinu.

Ráðist var á fjölda lög­reglu­manna og kveikt í lög­reglu­bíl ná­lægt Par­nell-Torgi þar sem hnífstungu­árás­in átti sér stað í dag. 

Írska rík­is­út­varpið seg­ir talið að flug­eld­um og flösk­um hafi verið kastað í lög­regluþjóna. 

Lög­reglu­menn þurftu að not­ast við kylf­ur og skildi eft­ir að fjöldi fólks kom sam­an. Þó nokkr­ir lög­reglu­bíl­ar hafa orðið fyr­ir skaða. For­sæt­is­ráðherra Írlands seg­ir að mannafli hafi verið send­ur á svæðið.

Við gatnamót Bachelors Walk og O'Connell-brúar.
Við gatna­mót Bachel­ors Walk og O'Conn­ell-brú­ar. AFP

„Snar­vit­laus­ir skemmd­ar­varg­ar“

Lög­reglu­stjór­inn þar í borg kenn­ir „snar­vit­laus­um hópi skemmd­ar­varga“um óeirðirn­ar. Hann tel­ur skemmd­ar­varg­ana vera öfga­hægri­menn. Of­beldi hafi brot­ist út þegar lög­regl­an reyndi að hafa hem­il á fólki við vett­vang glæps­ins. 

Hann biður fólk að hlusta ekki á orðróm og mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar sem séu í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert