Óeirðir og ofbeldi eftir árásina í Dyflinni

Frá Dyflinni í kvöld.
Frá Dyflinni í kvöld. AFP

Alda ofbeldis og óeirða hefur riðið yfir Dyflinni í kvöld. Er það í kjölfar þess að maður réðst á fimm manns, þar af þrjú börn á aldrinum 5-6 ára, fyrir utan grunnskóla á öðrum tímanum í dag.

BBC skýrir frá því að eftir árásina hafi hópur mótmælenda safnast saman á svæðinu.

Ráðist var á fjölda lögreglumanna og kveikt í lögreglubíl nálægt Parnell-Torgi þar sem hnífstunguárásin átti sér stað í dag. 

Írska ríkisútvarpið segir talið að flugeldum og flöskum hafi verið kastað í lögregluþjóna. 

Lögreglumenn þurftu að notast við kylfur og skildi eftir að fjöldi fólks kom saman. Þó nokkrir lögreglubílar hafa orðið fyrir skaða. Forsætisráðherra Írlands segir að mannafli hafi verið sendur á svæðið.

Við gatnamót Bachelors Walk og O'Connell-brúar.
Við gatnamót Bachelors Walk og O'Connell-brúar. AFP

„Snarvitlausir skemmdarvargar“

Lögreglustjórinn þar í borg kennir „snarvitlausum hópi skemmdarvarga“um óeirðirnar. Hann telur skemmdarvargana vera öfgahægrimenn. Ofbeldi hafi brotist út þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á fólki við vettvang glæpsins. 

Hann biður fólk að hlusta ekki á orðróm og misvísandi upplýsingar sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert