Nýr forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Christopher Luxon, er með á dagskrá sinni fyrir fyrstu 100 daga sína í embætti að banna farsímanotkun í skólum og að afnema ákveðnar tóbaksvarnir.
Luxon kynnti í dag 49 aðgerðir sem hann sagði að íhaldsstjórn hans hygðist taka á næstu þremur mánuðum. Fyrstu lögin sem nýja ríkisstjórnin mun reyna fá samþykkt í þinginu myndu þrengja umboð seðlabankans þannig að hann myndi eingöngu einbeita sér að því að halda verðbólgu í skefjum, sagði Luxon.
Núna er það þannig í Nýja-Sjálandi að hlutverk seðlabankans snýr einnig að því að reyna tryggja háa atvinnuþátttöku.
Stór hluti af þeim 49 aðgerðum sem ný ríkisstjórn mun taka á er hreinlega að afnema reglugerðir og lög sett á af síðustu ríkisstjórn. Þar má nefna tóbaksvarnir sérstaklega. Síðasta ríkisstjórn hafði samþykkt lög sem takmörkuðu níkótínmagn í sígarettum, bönnuðu fólki fætt eftir árið 2008 að geta keypt sér sígarettur þegar þau yrðu fullorðin og fleira. Ný ríkisstjórn hyggst afnema þessi lög.
Einni kynnti hann tvö átök í menntun. Annað þeirra krefst þess að skólar kenni að minnsta kosti klukkutíma í lestri, ritun og stærðfræði á hverjum degi.
Endurspeglar þetta viðhorf sumra kjósenda sem telja að skólar hafi villst af leið frá aðalhlutverki sínu. Hitt menntaátakið er bann við farsímanotkun í skólum.