„Hvert förum við nú, út í sjó?“

Það leið ekki langur tími frá því að viðræðum um áframhaldandi vopnahlé var slitið í dag í Katar þar til Ísraelsher sendu herþotur af stað og Hamas–hryðjuverksamtökin hófu loftárásir á Ísrael.

Ísraelsher gerði árás á hverfið Hamad City sem er nefnt eftir Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, en hann lagði hornsteininn að þessu nýja íbúðarhverfi fyrir ellefu árum. Katar fjármagnaði verkefnið. Byggingarnar voru teknar í notkun árið 2016 og eru á meðal nýjustu húsnæðisframkvæmda á Gasasvæðinu. Húsabyggðin er í borginni Khan Yunis og þar eru bænahús, verslanir og garðar.

Fyrstu þúsund íbúðirnar voru afhentar Palestínumönnum sem áttu heimili sem eyðilögðust í stríðinu milli Ísraels og Hamas tveimur árum áður. Í dag misstu íbúarnir heimili sín aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru nú 1,7 milljón Palestínumanna á vergangi frá því að stríðið hófst 7. október.

Fjölbýlishúsaþyrpingin er nánast rústir einar eftir árásirnar í dag.
Fjölbýlishúsaþyrpingin er nánast rústir einar eftir árásirnar í dag. AFP/Mahmud Hams

Vöruðu við með textaskilaboðum

Í hádeginu fengu íbúar hverfisins textaskilaboð í síma frá Ísraelsher sem sagði að fólk yrði að rýma svæðið samstundis. Ísraelsmenn segjast vara borgara við til að lágmarka mannfall í árásum. Um klukkustund síðar voru gerðar fimm loftárásir á hverfið á aðeins tveimur mínútum.

Nader Abu Warda flúði Jabalia, nálægt Gasaborg, í byrjun stríðsins og veit ekki lengur hvaða leið hann á að fara eða hvað hann á að gera, sagði hann við fréttamenn AFP.

Hann, eiginkona hans og þrjú börn höfðu dvalið í íbúð vinar síns í fjölbýlishverfinu.

„Þeir sögðu okkur að Gasaborg væri stríðssvæði, nú er það Khan Yunis,“ sagði hann. Í gær sögðu þeir: „Rýmið allan austurhluta Khan Yunis“. Í dag segja þeir: „Rýmið vesturhlutann“, bætti hann við, sýnilega örvæntingarfullur.

„Hvert förum við nú, út í sjó? Hvar ætlum við að leggja börnin okkar til hvílu?“

Vopnahléinu er lokið og nú eru enn fleiri fjölskyldur á …
Vopnahléinu er lokið og nú eru enn fleiri fjölskyldur á vergangi í Palestínu, núna í Khan Yunis. AFP/Mahmud Hams

250 eldflaugum skotið að Ísrael

Reykjarmökkur lá aftur yfir norðurhluta Palestínu, en Hamas-samtökin sögðu að 240 manns hefðu fallið síðan vopnahléinu lauk snemma á föstudag.

Í Ísrael tilkynnti stjórn hersins um 40 eldflaugaárásir í suður- og miðhluta landsinsþ

„Frá því á föstudagsmorgun hefur yfir 250 eldflaugum verið skotið á Ísrael,“ sagði Peter Lerner, yfirmaður ísraelska hersins, við blaðamenn. „Langflestum þeirra hefur ekki tekist að komast á áfangastað. Hverri þeirra er augljóslega ætlað að drepa Ísraela.“

Hætta ekki fyrr hreyfingum íslamista er útrýmt

Frakklandsforseti, Emmanuel Macron reyndi að fá samningsaðila til að leggja harðar að sér við að viðhalda vopnahléinu og sagði að ef Ísraelar ætluðu að uppræta Hamas gæti stríðið varað næstu tíu árin.

Eftir að viðræðunum í Katar var slitið í dag kom forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Net­anjahú fram á blaðamannafundi í Tel Aviv og sagði að stríðið myndi halda áfram „þangað til við náum öllum markmiðum þess og útrýmum hreyfingu íslamista“.

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Net­anjahú kom fram á fyrsta blaðamannafundinum frá …
Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Net­anjahú kom fram á fyrsta blaðamannafundinum frá því fyrir vopnahlé í dag í Tel Aviv. AFP/Brendan Smialowski

 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert