Stuðningur við Úkraínu gæti þurrkast út

Shalanda Young.
Shalanda Young. AFP

Yf­ir­maður fjár­lagskrif­stofu Hvíta húss­ins varaði banda­ríska þingið við því í dag að ef ekki yrði samið um nýtt fjár­magn til Úkraínu fyr­ir árs­lok hefði það al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Úkraínu.

„Ég vil hafa það á hreinu að án aðgerða þings­ins mun­um við í lok árs­ins verða uppiskroppa með fjár­magn til að út­vega fleiri vopn og búnað fyr­ir Úkraínu,“ skrifaði Shalanda Young í bréfi til for­seta banda­rísku full­trúa­deild­ar­inn­ar.

„Þetta er ekki vanda­mál næsta árs. Tím­inn til að hjálpa Úkraínu í bar­átt­unni gegn yf­ir­gangi Rússa er núna. Það er kom­inn tími til að þingið bregðist við,“ seg­ir Young enn­frem­ur.

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, óskaði eft­ir því við þingið í októ­ber að samþykkja 106 millj­arða doll­ara í þjóðarör­ygg­is­fjár­mögn­un, þar á meðal stuðning við Úkraínu og stríð Ísra­ela gegn Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­un­um. 

Þingið lamað í marga mánuði

En þingið hef­ur verið lamað í marga mánuði vegna inn­an­húsátaka Re­públi­kana, þar sem harðir hægri þing­menn eru sér­stak­lega á móti allri frek­ari aðstoð til Úkraínu þegar stríðið dregst á lang­inn.

Úkraínu­menn hafa þrýst mjög á auka er­lenda aðstoð þar sem rúss­nesk­ar her­sveit­ir hafa hert árás­ir sín­ar á aust­ur­hluta Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka