Pútín í sjaldgæfri heimsókn handan gamla járntjaldsins

Vladimír Pútín og Mohammed bin Zayed al-Nahyan forsetar Rússlands og …
Vladimír Pútín og Mohammed bin Zayed al-Nahyan forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmana takast í hendur við komu Pútíns til Abú Dabí í dag. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti lenti í Abú Dabí í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um fyrr í dag í sjald­gæfri heim­sókn utan ríkja fyrr­um Sov­ét­ríkj­anna.

Þetta hef­ur AFP eft­ir rúss­nesk­um miðlum.

Aft­ur á al­heimskortið

Sagt er að Rúss­land hygg­ist koma sér aft­ur á al­heimskortið. Pútín mun hitta Mohammed bin Zayed al-Na­hy­an, for­seta lands­ins, áður en hann ferðast til Riya­dh í Sádí-Ar­ab­íu þar sem hann mun hitta krón­prins­inn, Mohammed bin Salm­an, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Kreml.

Heim­sókn Pútíns verður fylgt eft­ir með heim­sókn Ebra­him Raisi, for­seta Íran, til Moskvu á morg­un. Íran­ir eru lyk­il­vopna­birgjar Rússa í árás­ar­stríði þeirra í Úkraínu.

„Vél Pútíns er lent í Abú Dabí,“ greindi rúss­neski rík­is­miðill­inn RIA Novosti frá og sýndi hvar emb­ætt­is­menn tóku á móti for­set­an­um á flug­braut­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert