Ísraelsku gíslarnir þrír sem voru drepnir af ísraelska hernum héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá.
Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að skothríðin stríð gegn reglum hersins.
Tveir gíslar létust samstundis, en einn særðist og hrópaði á hjálp. Var hann þá skotinn aftur, í þetta sinn til bana. BBC greinir frá.
Skammt frá staðnum þar sem gíslarnir voru drepnir fannst bygging sem merkt var „SOS“.
Talsmaður hersins segir að gíslarnir þrír hafi hugsanlega sloppið úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Hann segir herinn harma drápin og að rannsókn standi nú yfir.