Biden segir Trump hafa stutt uppreisnina

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Donald Trump bersýnilega hafa stutt innrásina …
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Donald Trump bersýnilega hafa stutt innrásina í Hvíta húsið árið 2021. AFP

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir Don­ald Trump ber­sýni­lega hafa stutt at­lög­una sem gerð var að þing­hús­inu þar í landi í janú­ar árið 2021. 

Biden lét um­mæli sín í garð Trump falla í kjöl­far þess að æðsti dóm­stóll Col­orado-rík­is komst að þeirri niður­stöðu að Banda­ríkja­for­set­inn fyrr­ver­andi mætti ekki taka þátt þar í for­kosn­ing­um for­seta­kjörs sem hefjast á næsta ári. 

Lík­leg­ur til að mæta Trump

„Ég leyfi dóm­stóln­um að taka þessa ákvörðun,“ sagði Biden á blaðamanna­fundi í dag. „En hann studdi vissu­lega upp­reisn­ina, það er eng­in spurn­ing.“

Biden, sem atti kappi við Trump í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020, seg­ir það sjálfsagt að Trump fái ekki að bjóða sig fram í Col­orado.

Hann er lík­leg­ur til þess að mæta Trump að nýju á næsta ári. 

„For­seti sem hvet­ur til of­beld­is“

Um­mæli Bidens þykja at­hygl­is­verð vest­an­hafs, en hann hef­ur ör­sjald­an tjáð sig op­in­ber­lega um þau fjöl­mörgu mál sem hrann­ast hafa upp gegn Trump að und­an­förnu.

Skoðanakann­an­ir sýna fram á að mjótt sé á mun­un­um milli keppi­naut­anna tveggja og hef­ur Biden því gripið til þess að tjá sig frek­ar um at­ferli Trumps á op­in­ber­um vett­vangi. 

Í sam­tali við fjöl­miðla sagði Biden að Trump væri helsta ógn­in við lýðræði Banda­ríkj­anna. „Vegna þess að ef við töp­um, töp­um við öllu,“ er haft eft­ir hon­um í um­fjöll­un AFP. 

„Þetta er fyrr­ver­andi for­seti sem í raun ját­ar og hvet­ur til of­beld­is gegn sam­bræðrum sín­um í Banda­ríkj­un­um. Það er fyr­ir­lit­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka