Rudy Giuliani lýsir yfir gjaldþroti

Giuliani er með skráðar skuldir upp á allt að 68 …
Giuliani er með skráðar skuldir upp á allt að 68 milljarða króna. AFP/Lögreglustjórinn í Fulton-sýslu

Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York sem og fyrr­ver­andi lögmaður Don­alds Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, hef­ur lýst yfir gjaldþroti.

Í gjaldþrota­beiðni sinni er hann með skráðar eign­ir upp á allt að 10 millj­ón­um dala og skuld­ir allt að 500 millj­ón­um dala, eða um 68 millj­arða króna.

Inn­an við vika er síðan að hann var dæmd­ur til að greiða 148 millj­ón­ir banda­ríkja­dala fyr­ir að hafa rýrt mann­orð tveggja starfs­manna á kjörstað í Georgíu­ríki eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2020. Upp­hæðin nem­ur 20 millj­örðum króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka