Rudy Giuliani lýsir yfir gjaldþroti

Giuliani er með skráðar skuldir upp á allt að 68 …
Giuliani er með skráðar skuldir upp á allt að 68 milljarða króna. AFP/Lögreglustjórinn í Fulton-sýslu

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York sem og fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur lýst yfir gjaldþroti.

Í gjaldþrotabeiðni sinni er hann með skráðar eignir upp á allt að 10 milljónum dala og skuldir allt að 500 milljónum dala, eða um 68 milljarða króna.

Innan við vika er síðan að hann var dæmdur til að greiða 148 milljónir bandaríkjadala fyr­ir að hafa rýrt mann­orð tveggja starfsmanna á kjörstað í Georgíuríki eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2020. Upp­hæðin nem­ur 20 millj­örðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert