Kaldasti desember frá upphafi

Frá Peking í Kína 15. desember.
Frá Peking í Kína 15. desember. AFP/Greg Baker

Íbúar í Pek­ing, höfuðborg Kína, standa nú frammi fyr­ir kald­asta des­em­ber­mánuði frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1951.

Frost í borg­inni hef­ur oft farið niður fyr­ir 10 stig í mánuðinum, að því er BBC grein­ir frá.

Þá hef­ur mik­il snjó­koma verið í norður­hluta Jap­ans auk þess sem kalt hef­ur verið í Suður-Kór­eu.

Fyr­ir um hálfu ári varð heit­asti júní­dag­ur­inn í Pek­ing þar sem hiti mæld­ist rúm­lega 40 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka