Navalní fundinn í fanganýlendu

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fanganýlendu í Síberíu að sögn talskonu hans. Í tæplega þrjár vikur hefur ekki verið vitað hvar Navalní er niðurkominn.

Hvarf Navalní hefur ýtt undir áhyggjur bandamanna en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum í gær.

Hvarfið gaf til kynna mögulegan fangelsisflutning, sem getur tekið margar vikur í Rússlandi þar sem fangar eru fluttir langar vegalengdir með lestum.

Aðstæður erfiðar

Kira Yarmysh, talskona Navalní, sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Navalní væri í Kharp-héraði í Rússlandi. Um sé að ræða eina af afskekktustu nýlendunum þar sem aðstæður eru erfiðar.

„Hann hefur verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Lögfræðingur hans heimsótti hann í dag. Alexei hefur það gott.“

Kharp-héraðið, þar sem búa um fimm þúsund manns, er fyrir ofan heimskautsbaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka