Segir marga mánuði eftir af stríðinu

Herzi Halevi, hershöfðingi Ísraela, hefur varað við því að stríðið við Hamas-samtökin eigi eftir að halda áfram í „marga mánuði í viðbót”.

Herinn hefur hert árásir sínar á Gasasvæðið þar sem yfir 20 þúsund manns eru sagðir hafa verið drepnir.

„Markmið þessa stríðs er mikilvægt og það er ekki auðvelt að ná því,” sagði Halevi. „Þess vegna mun stríðið standa yfir í marga mánuði í viðbót.”

Herzi Halevi er hægra megin á myndinni.
Herzi Halevi er hægra megin á myndinni. AFP

Stríðið braust út eftir að byssumenn Hamas fóru yfir til Ísraels 7. október og drápu um 1.140 manns, flesta almenna borgara, samkvæmt tölfræði AFP-fréttastofunnar sem byggir á ísraelskum tölum.  

Á meðan á árásinni stóð, sem er sú mannskæðasta í sögu Ísraels, tóku liðsmenn Hamas um 250 gísla og eru 129 þeirra enn á Gasasvæðinu, að sögn Ísraela.

Ísraelsmenn hefndu sín með linnulausum loftárásum og umsátri sem endaði með því að hermenn réðust inn á Gasasvæðið. Að minnsta kosti 20.915 hafa verið drepnir í þeim árásum, aðallega konur og börn, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á Gasasvæðinu.

Að sögn heilbrigðisráðuneytisins hefur að minnsta kosti 241 verið drepinn síðustu tvo sólarhringana á Gasasvæðinu.

Reykur yfir norðurhluta Gasasvæðisins í morgun.
Reykur yfir norðurhluta Gasasvæðisins í morgun. AFP/Jack Guez

Abbas fordæmdi stríðið

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir stríðið „alvarlegan glæp” gegn fólkinu hans, að sögn BBC

Í viðtali við egypska sjónvarpsstöð sagði hann stríðið á Gasasvæðinu vera „meira en hamfarir” og „meira en gereyðingarstríð”.

Abbas sagði stríðið jafnframt ekki eiga sér nein fordæmi í sögu Palestínumanna.

Mahmoud Abbas á blaðamannafundi á síðasta ári.
Mahmoud Abbas á blaðamannafundi á síðasta ári. AFP/Jens Schlueter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert