Vilja styrkja varnir Úkraínu og draga úr gagnsókn

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Stuðningur við Úkraínu er hægt og rólega að taka breytingum.

Þannig munu Bandaríkin og Evrópuríki ekki lengur beita sér fyrir algjörum sigri Úkraínumanna í innrásarstríði Rússa heldur tala fyrir því að binda enda á átökin sem fyrst. Gæti slíkt fyrirkomulag þýtt að Úkraínumenn verði að gefa eftir landsvæði til Rússa.

Þetta herma heimildir Politico.

Vilja styrkja varnir Úkraínu

Hvíta húsið og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna halda því fram opinberlega að engar breytingar verði á stuðningi Bandaríkjamanna og að stjórn Bidens styðji enn markmið Úkraínu um að bola öllum rússneskum hermönnum úr landinu og endurheimta það land sem Rússar hafa hernumið ólöglega.

Politico greinir aftur á móti frá því að leiðtogar innan Evrópu, Bandaríkjanna og jafnvel Úkraínu, ræði nú þann möguleika að draga úr gagnsókn úkraínskra hersveita, sem takmarkaðan árangur hefur borið, og styrkja varnarsveitir í austurhluta Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert