Vilja styrkja varnir Úkraínu og draga úr gagnsókn

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Stuðning­ur við Úkraínu er hægt og ró­lega að taka breyt­ing­um.

Þannig munu Banda­rík­in og Evr­ópu­ríki ekki leng­ur beita sér fyr­ir al­gjör­um sigri Úkraínu­manna í inn­rás­ar­stríði Rússa held­ur tala fyr­ir því að binda enda á átök­in sem fyrst. Gæti slíkt fyr­ir­komu­lag þýtt að Úkraínu­menn verði að gefa eft­ir landsvæði til Rússa.

Þetta herma heim­ild­ir Politico.

Vilja styrkja varn­ir Úkraínu

Hvíta húsið og varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna halda því fram op­in­ber­lega að eng­ar breyt­ing­ar verði á stuðningi Banda­ríkja­manna og að stjórn Bidens styðji enn mark­mið Úkraínu um að bola öll­um rúss­nesk­um her­mönn­um úr land­inu og end­ur­heimta það land sem Rúss­ar hafa her­numið ólög­lega.

Politico grein­ir aft­ur á móti frá því að leiðtog­ar inn­an Evr­ópu, Banda­ríkj­anna og jafn­vel Úkraínu, ræði nú þann mögu­leika að draga úr gagn­sókn úkraínskra her­sveita, sem tak­markaðan ár­ang­ur hef­ur borið, og styrkja varn­ar­sveit­ir í aust­ur­hluta Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka