Finnar fyrstir til að sæta afleiðingunum

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands.
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. AFP

Vegna ná­lægðar við Rúss­land verða Finn­ar fyrsta þjóðin til að sæta af­leiðing­um ef spenn­an stig­magn­ast á milli Rúss­lands og Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO). Þetta hafði rúss­neska RIA-frétta­veit­an eft­ir hátt­sett­um rúss­nesk­um diplómata í dag.

Finn­ar gengu í NATO fyrr á þessu ári eft­ir að hafa haldið hlut­leysi sínu í ára­tugi og sú ákvörðun Finna að ganga í banda­lagið féll í grýtt­an jarðveg hjá Rúss­um.

„Þeir höfðu lifað ró­lega og friðsam­lega en enduðu allt í einu á milli Rúss­lands og NATO sem aðilar að því banda­lagi. Ef það verður stig­mögn­un verða þeir fyrst­ir til að þjást,“ sagði Mík­haíl Úljanov, fasta­full­trúi Rúss­lands hjá alþjóðastofn­un­um í Vína­borg, við RIA-frétta­veit­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka