Myndskeið: Múslímar og gyðingar mótmæla í Tel Avív

00:00
00:00

Hundruð mús­líma og gyðinga söfnuðust sam­an á Habima-torgi í Tel Avív í Ísra­el í dag til að krefjast vopna­hlés á Gasa­svæðinu.

„Ísra­el­ar, Palestínu­menn, mús­lím­ar, gyðing­ar og kristn­ir, þetta eru heim­kynni allra,“ sagði Itay Eyal, einn mót­mæl­end­anna og kenn­ari, í sam­tali við AFP.

„Eina lausn­in er að viður­kenna það að báðar þjóðir eiga rétt á lífi, frelsi, full­veldi og reisn, sama hverr­ar trú­ar þær eru og hver bak­grunn­ur þeirra er,“ seg­ir Eyal.

Horfi þurfi á sam­hengið

Hann seg­ir einnig að ekk­ert af­saki hryðju­verk Ham­as 7. októ­ber. Hins veg­ar þurfi að sjá í hvaða sögu­legu sam­hengi árás­in hafi verið gerð. 

„Ef þú sérð ekki sögu­lega sam­hengið, þá ertu dæmd­ur til þess að end­ur­taka sama harm­leik­inn aft­ur og aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka