Hundruð múslíma og gyðinga söfnuðust saman á Habima-torgi í Tel Avív í Ísrael í dag til að krefjast vopnahlés á Gasasvæðinu.
„Ísraelar, Palestínumenn, múslímar, gyðingar og kristnir, þetta eru heimkynni allra,“ sagði Itay Eyal, einn mótmælendanna og kennari, í samtali við AFP.
„Eina lausnin er að viðurkenna það að báðar þjóðir eiga rétt á lífi, frelsi, fullveldi og reisn, sama hverrar trúar þær eru og hver bakgrunnur þeirra er,“ segir Eyal.
Hann segir einnig að ekkert afsaki hryðjuverk Hamas 7. október. Hins vegar þurfi að sjá í hvaða sögulegu samhengi árásin hafi verið gerð.
„Ef þú sérð ekki sögulega samhengið, þá ertu dæmdur til þess að endurtaka sama harmleikinn aftur og aftur.“