Hrottaleg aðkoma eftir árásir Hamas

Hrottaleg misnotkun á ísraelskum konum sem sóttu útihátíðina Supernova er …
Hrottaleg misnotkun á ísraelskum konum sem sóttu útihátíðina Supernova er nú fyrst að komast á yfirborðið, auk grófs kynferðisofbeldis í ísraelskum þorpum sem hryðjuverkasamtökin Hamas réðust á í október. AFP

Nauðgan­ir og hrotta­legt kyn­ferðisof­beldi af hálfu hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as, í árás­um á ísra­elskri grundu þann 7. októ­ber, eru um­fangs­meiri en látið var fyrst í ljós að því er ísra­elsk­ur sjálf­boðaliði grein­ir frá í um­fjöll­un The Tel­egraph.

Haim Ot­mazg­in var í hópi sjálf­boðaliða sem söfnuðu sam­an jarðnesk­um leif­um íbúa ísra­elska þorps­ins Be'eri sem varð einna verst und­ir árás­um Ham­as-sam­tak­anna. Hann seg­ir ljóst að árás­irn­ar ein­kenn­ist af kyn­bundnu of­beldi.

Varað er við lýs­ing­um í frétt­inni.

Bux­urn­ar blóðrauðar í klof­inu

Ot­mazg­in sagðist ekki hafa auga fyr­ir smá­atriðum en hann hafi þó tekið eft­ir því þegar lík konu lá nærri veg­kanti nærri árás­ar­svæði Ham­as, með skotsár á höfði og brjósti. Þá hafi galla­bux­ur henn­ar verið blóðrauðar í klof­inu og bol­ur sem hún klædd­ist rif­inn í sund­ur. 

Sum sönn­un­ar­gögn á borð við þessi líti nú fyrst dags­ins ljós þar sem óðgag­ot hafi gripið um sig hjá stjórn­völd­um í kjöl­far árás­anna. 

Aðstandendur berjast fyrir frelsum gísla sem voru teknir í árásunum …
Aðstand­end­ur berj­ast fyr­ir frels­um gísla sem voru tekn­ir í árás­un­um í októ­ber en óljóst er um ástand þeirra. AFP

Versta aðkom­an á ferl­in­um

Lýs­ir Ot­mazg­in því að sjón­in sem mætti hon­um í Be'eri væri ein sú versta sem hann hefði séð á sín­um 27 ára ferli í starf­inu. Fyrst hafi hann verið send­ur í hús þar sem tvö illa leik­in lík af kon­um blöstu við hon­um. 

„Ég kom inn í ör­yggis­hvelf­ingu þar sem ég sá lík af tveim­ur kon­um sem höfðu verið skotn­ar í höfuðið. Í öðru her­bergi kom ég að líki ungr­ar konu. Það hafði verið girt niður um hana og hún lá á rúm­inu með skotsár á höfði.“

Þá hafi hann hreinsað upp annað lík af konu sem var al­veg án fata. Annað kven­manns­lík hafi verið með aðskota­hlut í klofi sem leit út eins og hníf­ur. Þegar Ot­mazg­in var við sjálf­boðastörf­in var her­stöð Ísra­els­manna sem tók við lík­un­um þegar und­ir miklu álagi.

Gróft of­beldi á úti­hátíðinni

Þrátt fyr­ir að kyn­ferðisof­beldið hafi sætt lít­illi rann­sókn sé ljóst að kyn­bundið of­beldi hafi sett mark sitt á árás­ir Ham­as en sann­an­ir þess efn­is hafi komið fram á yfir 7 átaka­svæðum. Mynd­skeið af árás­um Ham­as sýni að kon­ur hafi verið skotn­ar í klof og stungn­ar með nögl­um þangað og í lær­in.

Verstu dæm­in hafi verið frá úti­hátíðinni Supernova, þar sem Ham­as gerðu árás en mynd­skeið sýna hópnauðgan­ir og Ham­as-liða skera brjóst­in af veislu­gest­um með hlát­ur í bak­grunni.

Árás­irn­ar hafi haft slæm áhrif á Ot­mazg­in, sem seg­ist van­ur því að sjá lík, það komi hon­um ekki úr jafn­vægi.

„En ég snerti ekki síga­rett­ur á síðasta ári. Núna reyki ég þrjá pakka á dag og hef misst átta kíló.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert