Leita að hluta flugvélarinnar

Boeing 737 Max 9 flugvélar Alaska Airlines voru kyrrsettar eftir …
Boeing 737 Max 9 flugvélar Alaska Airlines voru kyrrsettar eftir atvikið. Stephen Brashear/Getty Images/AFP

Leitað er nú að hluta úr skrokki Boeing 737 Max 9-flug­vél­ar Alaska Air­lines sem féll úr farþega­rými vél­ar­inn­ar eft­ir að gat kom á hana í háloft­un­um. 

CNN grein­ir frá blaðamanna­fundi ör­ygg­is­ráðs sam­göngu­mála (NTSB) í Banda­ríkj­un­um þar sem Jenni­fer Hom­en­dy formaður ráðsins biður al­menn­ing um aðstoð við leit að hluta farþega­rým­is­ins sem féll úr vél­inni. 

Þá sagði hún að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um rat­sjár vél­ar­inn­ar væri hlut­inn lík­lega í Ced­ar Hills-hverf­inu í Port­land-borg í Or­egon. 

Flug­vél­in var á leið þaðan til Kali­forn­íu er gatið myndaðist um 35 mín­út­um eft­ir flug­tak. 177 farþegar voru um borð en eng­an sakaði.

Hom­en­dy greindi frá því að sem bet­ur fer hefði eng­inn verið í sæt­um 26A og 26B, sæt­un­um næst gat­inu. 

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd (FAA) ákváðu í kjöl­farið að kyrr­setja 171 Boeing 737 Max 9-vél­arn­ar þar til skoðun á þeim hefði farið fram. Fjölda flug­ferða var af­lýst í kjöl­farið. 

Missti heyrn­ar­tól úr eyr­un­um

Hinn 33 ára gamli Nick Hoch sagðist hafa heyrt háan hvell áður en flug­vél­in rykkt­ist til. Súr­efn­is­grím­ur féllu þá niður sem farþegar settu á sig sam­stund­is. 

Hoch sat vinstra meg­in í vél­inni, nokkr­um röðum fram­an við staðinn þar sem gatið myndaðist. Í sam­tali við CNN sagðist hann hafa fengið mist­ur fram­an í sig. 

„Það voru farþegar mun nær sem ég ræddi við sem misstu heyrn­ar­tól út úr eyr­un­um,“ sagði hann. 

Skyrta fauk af manni

Stephanie King sat í sæt­is­röð 12 og heyrði mik­inn hvell. „Ég vissi að eitt­hvað slæmt hefði gerst,“ sagði hún við CNN. 

King sagði að áhöfn­in hefði flutt skila­boð í kjöl­farið í kall­kerfi vél­ar­inn­ar en lítið heyrðist í þeim þar sem gat var á vél­inni. 

Hún sá nokkra farþega, sem sátu nær gat­inu, færa sig ör­vænt­ing­ar­full­ir í önn­ur sæti. 

King sagðist hafa heyrt konu kalla að skyrta son­ar henn­ar hefði fokið af hon­um er gatið myndaðist. 

King sagðist hafa ótt­ast um líf sitt og því tekið upp sím­ann og tekið upp mynd­bands­skila­boð fyr­ir ást­vini. 

Sér hefði fund­ist sem tím­inn áður en vél­in lenti aldrei ætla að líða, en í raun hefði flug­vél­in lent um 10 mín­út­um eft­ir at­vikið. 

„Þá myndaðist mik­il ró. All­ir voru í áfalli ... Þetta var skelfi­legt,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert