Tveir blaðamenn voru drepnir í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa. Annar var sonur Wael Dahdouh, fréttastjóra Al Jazeera, á Gasa.
Al Jazeera greinir frá því að Hamza Dahdouh og Mustafa Thuraya létust er bifreið sem þeir ferðuðust með var skotinn af eldflaug Ísraelshers.
Samkvæmt fréttariturum Al Jazerra var ökutæki blaðamannanna skotmark þar sem þeir voru að reyna taka viðtöl við flóttafólk.
Dahdouh var 27 ára gamall og Thuraya var einnig á þrítugsaldri.
Faðir Dahdouh sagðist ætla að halda áfram að flytja fréttir af hörmungunum á Gasa þrátt fyrir sonarmissinn.
Fjórir aðrir í fjölskyldu Dahdouh létu lífið í árás Ísraelshers í október, þar á meðal voru eiginkona hans, 15 ára gamall sonur hans, sjö ára gömul dóttir og barnabarn hans.
Al Jazeer fordæmir árásina og segir að hún ítreki mikilvægi vopnahlés.