Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og einn frambjóðenda Repúblikana í forvali fyrir forsetakosningar í landinu, er sagður hafa sagt að Bandaríkin myndu aldrei hjálpa Evrópu ef álfan sætti árás.
Þetta á hann meðal annars að hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss árið 2020.
According to European Commissioner Thierry Breton, Donald Trump told European Commission President Ursula von der Leyen in 2020 that America would not come to Europe's aid if it was attacked militarily.
— POLITICOEurope (@POLITICOEurope) January 10, 2024
Read the full story: https://t.co/IrBCMrVawQ pic.twitter.com/cfau7ICSd3
Þetta segir Thierry Breton sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Guardian greinir frá.
Einnig á Trump að hafa sagt við sama tækifæri að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri dautt og að Bandaríkin myndu ganga úr NATO.
„Þú þarft að átta þig á því að ef Evrópa sætir árás þá munum við aldrei koma og hjálpa ykkur,“ hefur Breton eftir Trump. „Atlantshafsbandalagið er dautt og við munum hætta í NATO“, hefur Breton eftir forsetanum fyrrverandi.
Trump hótaði oft á meðan hann sat á forsetastóli að Bandaríkin gengu úr NATO. Þá samsamaði hann sig gjarnan við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem Trump á að hafa sagt að hafi beðið með að ráðast inn í Úkraínu þar til Trump lét af embætti.
Þá sagði Breton að orð forsetans fyrrverandi hafi verið sér vakning og varaði við endurkomu hans á hið pólitíska svið í valdamesta embætti heims.