Fimm ríkustu hafa tvöfaldað auðæfi sín

Frá Davos þar sem ráðstefna Alþjóðaefnahagsráðsins fer fram í vikunni.
Frá Davos þar sem ráðstefna Alþjóðaefnahagsráðsins fer fram í vikunni. AFP/Fabrice Coffrini

Fimm ríkustu menn veraldar hafa meira en tvöfaldað auðæfi sín frá árinu 2020, að sögn góðgerðarsamtakanna Oxfam.

Þau hvetja þjóðir heimsins til að láta ekki allra ríkasta fólkið hafa áhrif á skattastefnu þeirra.

Í nýrri skýrslu samtakanna, sem var birt á sama tíma og elíta heimsins og viðskiptajöfrar hittast á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í þessari viku, kemur fram að auðæfi fimm ríkustu mannanna jukust úr 405 milljörðum dollara árið 2020 í 869 milljarða á síðasta ári.

Á sama tíma, síðan 2020, hafa næstum fimm milljarðar manna um allan heim, orðið fátækari.

3,3 billjónum ríkari 

Milljarðamæringar eru núna 3,3 billjónum ríkari en þeir voru árið 2020, þrátt fyrir að efnahagskerfi heimsins hafi lent í ýmsum krísum frá upphafi áratugarins, þar á meðal kórónuveirufaraldrinum.

„Við getum ekki haldið áfram með þetta háa stig af yfirgengilegu misrétti,” sagði Amitabh Behar, bráðabirgðastjórnandi Oxfam International.

Hann bætti við að þetta sýndi að „kapítalisminn þjónar þeim ofur-ríku”.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert