Friðhelgi þrátt fyrir að „fara yfir strikið“

Trump á leið í dómsal í gær þar sem hann …
Trump á leið í dómsal í gær þar sem hann er ákærður fyrir ærumeiðingar. AFP/Charly Triballeau

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, seg­ir að krafa hans um „al­gjöra” friðhelgi fyrr­ver­andi for­seta gagn­vart ákær­um ætti að eiga við, jafn­vel þótt at­hæfi hans „fara yfir strikið”.

Trump, sem ætl­ar sér að snúa aft­ur í Hvíta húsið í nóv­em­ber, stend­ur frammi fyr­ir 91 ákæru í fjór­um mis­mun­andi mál­um. Þar á meðal er hann ákærður fyr­ir að hafa reynt að hafa áhrif á niður­stöður for­seta­kosn­ing­anna árið 2020 og fyr­ir að geyma há­leyni­leg skjöl í hús­næði sínu.

Í færslu sem hann setti á sam­fé­lags­miðil­inn Truth Social sagði hann að sem for­seti ætti hann að njóta al­gjörr­ar friðhelgi frá ákær­um og hvatti hann Hæsta­rétt til að dæma sér í vil.

„Jafn­vel at­b­urðir sem fara yfir strikið verða að flokk­ast sem al­gjör friðhelgi. Ann­ars verður margra ára skaði sem fer í að aðgreina gott frá slæmu,” skrifaði Trump.

Trump á kosningafundi í gær.
Trump á kosn­inga­fundi í gær. AFP/​Timot­hy A. Clary

Hann sagði banda­ríska for­seta þurfa á friðhelgi að halda til að geta tekið erfiðar ákv­arðanir. Slíkt hafi meira að vægi en hætt­an við að for­set­ar brjóti lög. Re­públi­kan­inn líkti þessu við það þegar lög­regl­an verður að halda áfram störf­um þrátt fyr­ir „ein­staka slæma löggu”.

„Stund­um verðurðu að lifa með því sem er frá­bært en ör­lítið ófull­komið,” skrifaði hann jafn­framt.

Hann bætti við að Hæstirétt­ur, sem hef­ur hall­ast til hægri eft­ir að Trump skipaði þrjá nýja dóm­ara á meðan hann var for­seti, ætti að eiga „auðvelda ákvörðun” fyr­ir hönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert