Vilja að flokkurinn verði bannaður

Sumir Þjóðverjar vilja láta banna flokkinn.
Sumir Þjóðverjar vilja láta banna flokkinn. AFP/Kirill Kudryavtsev

Á þriðja tug þingmanna í Jafnaðarmannaflokki Þýskalands hafa kallað eftir því að þýski stjórnmálaflokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland (AFD) verði bannaður.

Mikill hiti er í stjórnmálaumræðunni í Þýskalandi í kjölfar þess að ljóstrað var upp um leynilegan fund sem háttsettir meðlimir flokksins síðarnefnda sóttu.

Var á fundinum til umræðu að brottvísa úr landi milljónum hælisleitenda sem og annarra ríkisborgara sem þeir töldu ekki hafa lagað sig að þýskri menningu.

BBC greinir frá.

Fjölmenn mótmæli hafa geisað í Þýskalandi eftir að greint var frá fundinum, sem átti sér stað í nóvember, og segja sumir að það þurfi að banna AFD-flokkinn, sem aðhyllist þjóðernishyggju. Flokkurinn mælist með næst mest fylgi í skoðanakönnunum.

Árás á lýðræðið

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur þakkað þeim þúsunda mótmælenda sem hafa mótmælt og sagði hann að þessi brottvísunaráætlun sem rædd var á leynifundinum jafngildi árás á lýðræðið í landinu.

Forystumenn AFD-flokksins hafa reynt að fjarlægja sig frá málinu. Segja til dæmis að þetta hafi verið einkafundur, frekar en leynilegur, og að hann hafi ekki verið skipulagður af flokknum.

„Auðvitað eru allir sem hafa þýskan ríkisborgararétt hluti af okkar fólki,“ sagði Alice Weidel, leiðtogi AFD-flokksins. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að það ætti ekki að gefa hverjum sem er þýskt vegabréf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka