Framlengja gæsluvarðhald yfir fréttaritaranum

Búið er að framlengja gæsluvarðhald enn á ný yfir Gershkovich.
Búið er að framlengja gæsluvarðhald enn á ný yfir Gershkovich. AFP/Lefortovsky dómstóll

Rússneskur dómstóll hefur ákveðið að framlengja enn á ný gæsluvarðhald yfir bandaríska fréttaritaranum Evan Gershkovich um tvo mánuði, eða til 30. mars.

Gershkovich hef­ur setið í rúss­nesku fang­elsi síðan í mars á síðasta ári.

Fréttaritarinn starfaði hjá bandaríska miðlinum Wall Street Journal (WSJ) og er hann kærður fyrir meintar njósnir. WSJ, bandaríska ríkið og Gershkovich hafna ásökunum alfarið.

Haldið í alræmdu fangelsi

Gershkovich starfaði sem frétta­rit­ari í Moskvu fyr­ir WSJ og hélt áfram að segja frétt­ir frá land­inu eft­ir að Rúss­land hóf inn­rás­ina í Úkraínu.

Gershkovich er fyrsti vest­ræni frétta­rit­ar­inn síðan á Sov­ét­ár­un­um sem hef­ur verið ásakaður fyr­ir njósn­ir og hef­ur hann setið í hinu al­ræmda Lefortovo-fang­elsi, en fang­elsið er sagt halda föng­um sín­um í nær al­gjörri ein­angr­un.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka