Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna þarf að greiða E. Jean Carroll rúmlega 83 milljónir dala í skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni.
Kviðdómur í New York komst að þessari niðurstöðu í kvöld en upphæðin er miklu hærri en sú sem Carroll fór fram á. Hún fór fram á 10 milljónir dala í bætur sem er tæplega 1,4 milljarðar í íslenskum krónum.
Trump sendi fljótlega frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ætla að áfrýja dómnum og kallaði niðurstöðuna fáránlega.
Lítill ágreiningur virðist hafa verið meðal kviðdómenda því þeir tóku sér innan við þrjár klukkutíma til að komast að niðurstöðu.
Trump var ekki viðstaddur dómsniðurstöðuna en hafði verið í réttarsalnum á meðan málið var rekið, áður en hann rauk út fyrr í dag.
Hann er nú í framboði í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar.
E. Jean Carroll er rithöfundur og blaðamaður. Hún segir Trump hafa áreitt sig kynferðislega um miðjan tíunda áratuginn.