Alþjóðlegt eftirlit ekki leyft í kosningunum

ÖSE fær ekki að vera með eftirlit með komandi forsetakosningum …
ÖSE fær ekki að vera með eftirlit með komandi forsetakosningum í Rússlandi. AFP/Vyacheslav/Pool

Rússnesk stjórnvöld munu ekki leyfa alþjóðlegum eftirlitsstofnunum að fylgjast með framkvæmd forsetakosninganna sem haldnar verða í mars.

Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE) og Lýðræðis- og mann­rétt­inda­stofn­un­ ÖSE (ODIHR) hafa gefið frá sér tilkynningu þar sem stofnanirnar staðfesta þetta og harma um leið ákvörðun Rússlands.

„Við erum mjög vonsvikin með þá ákvörðun að bjóða ÖSE ekki að fylgjast með rússnesku forsetakosningunum,“ er haft eftir Matteo Mecacci, forstjóra ODIHR, í tilkynningu.

„Þetta er í andstöðu við skuldbindingar rússneska ríkisins sem það hefur gert við ÖSE og mun um leið neita kjósendum og stofnunum landsins um hlutlaust og óháð mat á kosningunum,“ segir í tilkynningu.

Kosningar einkennst af óreglu

Vladimír Pútín er enn og aftur í framboði en hann hef­ur stýrt Rússlandi frá alda­mót­um, náð kjöri í fern­um for­seta­kosn­ing­um og gegnt embætti for­sæt­is­ráðherra stutt­lega í þokka­bót. Enginn er talinn geta sigrað hann í komandi kosningum.

Mannréttindasamtök segja að fyrri kosningar í Rússlandi hafi einkennst af óreglu.

Þó að ekki sé bú­ist við að Pútín muni mæta neinni raun­veru­legri sam­keppni hef­ur frjáls­lyndi fram­bjóðand­inn Bor­is Nadezhd­in staðist und­ir­skriftaþrösk­uld­inn til að vera form­lega viður­kennd­ur sem fram­bjóðandi.

Það er þó enn óljóst hvort hann fái leyfi til að bjóða sig fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert