Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Antonio Guterres sagði heiminn á barmi „óreiðualdar“ á aðalfundi SÞ fyrr í dag. Þá segir hann ágreininginn innan öryggisráði SÞ aldrei hafa verið verri og segir ástandið í dag verra en á tímum kalda stríðsins.
Guterres kallaði fyrr í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa í þágu mannúðar og sagði öryggisráð SÞ vera í pattstöðu:
„Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna - mikilvægasti umræðuvettvangurinn til þess að stuðla að alheimsfriði er í pattstöðu sökum stjórnmálafræðilegra og landfræðilegra deilna,“ sagði hann og bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem að upp kæmi pattstaða í ráðinu, en að „pattstaða dagsins í dag nær dýpra og vegur meir.“
Guterres sagði þá að á tímum kalda stríðsins hefðu verið öryggisvinklar sem höfðu það hlutverk að miðla í deilum stórvelda þess tíma.
Hann sagði þá öryggisvinkla vanta í dag og vísaði til þess að heimurinn sé orðinn stærri og fjölbreyttari en hann var á tímum kalda stríðsins.
„Heimurinn okkar er á barmi óreiðualdar,“ sagði hann og varaði við því að tímarnir framundan gætu einkennst af „ófyrirsjáanlegum allsherjarófrið, þar sem ekki verður hægt að sækja nokkurn til saka.“