Rússar taldir vilja kjarnavopn á sporbaug

Vladimír Pútín Rússlandsforseti við sjósetningu kjarnaknúna ísbrjótsins Leníngrad í Sankti …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti við sjósetningu kjarnaknúna ísbrjótsins Leníngrad í Sankti Pétursborg í janúar. AFP

Stjórn­völd Rúss­lands eru tal­in hafa í hyggju að koma kjarna­vopn­um á spor­baug um jörðu. Áformin eru sögð ástæða þess að formaður njósna­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings gaf út sér­staka aðvör­un í kvöld.

Formaður njósna­nefnd­ar­inn­ar, Mike Turner, veitti þing­mönn­um aðgengi að gögn­um sem varða al­var­lega ógn við banda­rískt þjóðarör­yggi en frá þessu greindi frétta­stofa CNN í dag.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Ekki er talið að ætlun Rússa sé …
Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti. Ekki er talið að ætl­un Rússa sé að koma sér upp skot­mörk­um á jörðu niðri. AFP

Kjarna­vopna­áætl­un

Frétta­stofa ABC og fleiri fjöl­miðlar greina nú frá því að málið snú­ist um meint­ar áætlan­ir Rússa um að koma kjarna­vopn­um á spor­baug um jörðu.

Í fyrri um­fjöll­un CNN kom fram að ógn þessi sner­ist um að veikja hernaðarmátt annarra ríkja.

Nú hafa tveir heim­ild­ar­menn, sem þekkja til fram­gangs máls­ins í þing­hús­inu á Capitol-hæð, ljóstrað því upp við ABC að þarna sé um kjarna­vopna­áætl­un að ræða.

Michael Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, kveður þingheim vinna saman að …
Michael John­son, for­seti full­trúa­deild­ar þings­ins, kveður þing­heim vinna sam­an að nálg­un við upp­lýs­ing­ar um nýja ógn er steðji að banda­rísku þjóðarör­yggi. AFP/​Chip Somodevilla

Til höfuðs gervi­tungl­um

Þetta ætl­un­ar­verk hafi leyniþjón­ust­u­starf­semi af­hjúpað en ekki er talið að ætl­un Rússa sé þar með að koma sér upp skot­mörk­um á jörðu niðri held­ur beita vopn­un­um gegn gervi­tungl­um á spor­braut um jörðu.

„Veru­legt áhyggju­efni og mjög viðkvæmt,“ hef­ur ABC eft­ir öðrum heim­ild­ar­manna sinna sem kall­ar þetta „stór­mál“ (e. big deal).

„Við hyggj­umst vinna sam­an að nálg­un þessa máls, eins og í öll­um viðkvæm­um mál­um sem leynd hvíl­ir yfir,“ sagði Michael John­son, for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, við fjöl­miðla þegar hann ávarpaði þá í þing­inu síðdeg­is í dag.

„Ég fer þess á leit að [Joe] Biden for­seti létti leynd af öll­um upp­lýs­ing­um sem þess­ari ógn tengj­ast svo þingið, stjórn­sýsl­an og banda­menn okk­ar geti rætt op­in­skátt um þær aðgerðir sem nauðsyn­leg­ar eru til að bregðast við henni,“ sagði Turner.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert