Uppbyggingin kostar 67.000 billjónir

Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir …
Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir í tvö ár. AFP

Alþjóðabankinn, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld í Úkraínu segja að uppbygging í landinu eftir innrás Rússa fyrir tveimur árum muni kosta um það bil 486 billjónir dala næsta áratuginn. 

Þessir 486.000 milljarðar jafngilda um 67.400 billjónum króna. 

Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu, segir að með því að leggja hald á rússneskar eignir þá ætti það að dekka meirihluta kostnaðarins. 

Stjórnvöld í Úkraínu vinna að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við að byggja upp borgir, vegi, brýr og orkuver sem hafa skemmst eða eyðilagst í stríðinu. 

Framkvæmdastjórn ESB segir í nýrri sameiginlegri skýrslu að heildarkostnaðurinn við uppbyggingu og hjálparstörf í Úkraínu nemi 486 billjónum dala næsta áratuginn, sem fyrr segir. Fyrir ári síðan nam upphæðin 411 billjónum dala. 

Hér má sjá skólastofu sem skemmdist mikið í árás.
Hér má sjá skólastofu sem skemmdist mikið í árás. AFP

Vilja að rússneskir fjármunir verði nýttir til endurreisnar

Fram kemur að Úkraína þurfi 15.000 milljarða dala á þessu ári fyrir mest aðkallandi framkvæmdir. Þá er verið að tala um viðgerðir á húsum og samgönguæðum. 

Úkraína hefur beðið Vesturveldin um að losa um 300 milljarða dala til að fjármagna meiriháttar viðgerðir á innviðum. Um er að ræða rússneska fjármuni sem hafa verið frystir. 

„Þörfin á enduruppbyggingu hefur aukist undanfarið ár,“ sagði Shmygal og bætti við að nýta ætti þessa frystu fjármuni til að byggja upp landið. 

Í skýrslunni segir að um 10% allra húsa í landinu hafi skemmst eða eyðilagst í stríðinu. 

Þá er varpað ljósi á þann mikla umhverfis- og landbúnaðarskaða sem varð þegar Kakhovka-stíflan var sprengd í júní í fyrra. 

Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir …
Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir í tvö ár. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka