Uppbyggingin kostar 67.000 billjónir

Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir …
Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir í tvö ár. AFP

Alþjóðabank­inn, Evr­ópu­sam­bandið, Sam­einuðu þjóðirn­ar og yf­ir­völd í Úkraínu segja að upp­bygg­ing í land­inu eft­ir inn­rás Rússa fyr­ir tveim­ur árum muni kosta um það bil 486 bill­jón­ir dala næsta ára­tug­inn. 

Þess­ir 486.000 millj­arðar jafn­gilda um 67.400 bill­jón­um króna. 

Denys Sh­mygal, for­sæt­is­ráðherra Úkraínu, seg­ir að með því að leggja hald á rúss­nesk­ar eign­ir þá ætti það að dekka meiri­hluta kostnaðar­ins. 

Stjórn­völd í Úkraínu vinna að því að fá stuðning alþjóðasam­fé­lags­ins við að byggja upp borg­ir, vegi, brýr og orku­ver sem hafa skemmst eða eyðilagst í stríðinu. 

Fram­kvæmda­stjórn ESB seg­ir í nýrri sam­eig­in­legri skýrslu að heild­ar­kostnaður­inn við upp­bygg­ingu og hjálp­ar­störf í Úkraínu nemi 486 bill­jón­um dala næsta ára­tug­inn, sem fyrr seg­ir. Fyr­ir ári síðan nam upp­hæðin 411 bill­jón­um dala. 

Hér má sjá skólastofu sem skemmdist mikið í árás.
Hér má sjá skóla­stofu sem skemmd­ist mikið í árás. AFP

Vilja að rúss­nesk­ir fjár­mun­ir verði nýtt­ir til end­ur­reisn­ar

Fram kem­ur að Úkraína þurfi 15.000 millj­arða dala á þessu ári fyr­ir mest aðkallandi fram­kvæmd­ir. Þá er verið að tala um viðgerðir á hús­um og sam­gönguæðum. 

Úkraína hef­ur beðið Vest­ur­veld­in um að losa um 300 millj­arða dala til að fjár­magna meiri­hátt­ar viðgerðir á innviðum. Um er að ræða rúss­neska fjár­muni sem hafa verið fryst­ir. 

„Þörf­in á end­urupp­bygg­ingu hef­ur auk­ist und­an­farið ár,“ sagði Sh­mygal og bætti við að nýta ætti þessa frystu fjár­muni til að byggja upp landið. 

Í skýrsl­unni seg­ir að um 10% allra húsa í land­inu hafi skemmst eða eyðilagst í stríðinu. 

Þá er varpað ljósi á þann mikla um­hverf­is- og land­búnaðarskaða sem varð þegar Kak­hovka-stífl­an var sprengd í júní í fyrra. 

Gríðarleg eyðilegging er víða eftir stríðsátökin sem hafa staðið yfir …
Gríðarleg eyðilegg­ing er víða eft­ir stríðsátök­in sem hafa staðið yfir í tvö ár. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert