Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir að frelsun ísraelskra gísla í Palestínu eigi ekki að vera skilyrði fyrir vopnahléi milli Palestínu- og Ísraelsmanna.
Kom þetta fram í máli hans á öryggisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í München.
„Þetta eru deilurnar sem eru uppi. Því miður fara mörg ríki með rangt mál og segja frelsun gíslanna forsendu fyrir vopnahléi. Það á ekki að vera þannig,“ sagði hann á ráðstefnunni.
Á annað hundrað manns voru teknir í gíslingu í árás Hamas þann 12. október. Talið hefur verið að fólkið dvelji á Gasaströndinni.