Frelsun gíslanna eigi ekki að vera skilyrði

Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar.
Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar. AFP

Mohammed bin Abdulra­hm­an Al-Thani, for­sæt­is­ráðherra Kat­ar, seg­ir að frels­un ísra­elskra gísla í Palestínu eigi ekki að vera skil­yrði fyr­ir vopna­hléi milli Palestínu- og Ísra­els­manna.

Kom þetta fram í máli hans á ör­ygg­is­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í München.

Mörg ríki fari með rangt mál

„Þetta eru deil­urn­ar sem eru uppi. Því miður fara mörg ríki með rangt mál og segja frels­un gísl­anna for­sendu fyr­ir vopna­hléi. Það á ekki að vera þannig,“ sagði hann á ráðstefn­unni.

Á annað hundrað manns voru tekn­ir í gísl­ingu í árás Ham­as þann 12. októ­ber. Talið hef­ur verið að fólkið dvelji á Gasa­strönd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert